Hulunni svipt af merki Demantshringsins

Hér má sjá sérstakt kort sem unnið var fyrir verkefnið …
Hér má sjá sérstakt kort sem unnið var fyrir verkefnið þar sem lögð er áhersla á fimm lykilstaði á leiðinni; Goðafoss, Mývatn, Dettifoss, Ásbyrgi og Húsavík. Ljósmynd/Markaðsstofa Norðurlands

Markaðsstofa Norðurlands kynnti í dag nýtt merki Demantshringsins (e. Dimond Circle), á opnum fundi á Sel Hóteli í Mývatnssveit í dag. Lögð er áhersla á fimm lykilstaði á leiðinni; Goðafoss, Mývatn, Dettifoss, Ásbyrgi og Húsavík. 

Markaðsstofa Norðurlands og Húsavíkurstofa gerðu með sér samstarfssamning  í maí á síðasta ári um notkun á heitinu Dimond Circle.

Höfundur merkis er Guðjón Heiðar Pálsson, grafiskur prófill eftir Harald Sigurðarson en merkið var hannað í samstarfi við Cohn & Wolfe á Íslandi, en sú vinna var leidd af Ingvari Erni Ingvarssyni almannatengli. 

„Við byrjuðum á að skoða hvað hringur er í raun og hvernig hann tengist demanti, hvernig hægt væri að finna samnefnara fyrir þetta tvennt. Okkar niðurstaða var eilífð og táknið fyrir hana, óendanleikann,“ segir í vörumerkjahandbók Demantshringsins. 

Merki Demantshringsins.
Merki Demantshringsins. Ljósmynd/Markaðsstofa Norðurlands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert