Vandinn er mál samfélagsins alls

Landspítalinn væri illa settur án sjúkrahótelsins, segir forstjórinn.
Landspítalinn væri illa settur án sjúkrahótelsins, segir forstjórinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Vandinn á bráðamóttökunni liggur í heilbrigðiskerfinu sjálfu og er mál samfélagsins alls,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. „Deildin í Fossvoginum er hönnuð til að sinna mest 35 sjúklingum með bráðan vanda. Að undanförnu hefur það ítrekað gerst að þar liggja 20 til 40 sjúklingar sem hafa fengið fyrstu þjónustu en þurfa innlögn, í legupláss sem ekki eru fyrir hendi.“

Mikið álag á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi hefur verið í umræðunni síðustu daga. „Vandi við að útskrifa sjúklinga er rótin að því sem við erum að kljást við alla daga. Starfsfólk bráðamóttökunnar gerir stórkostlega hluti og veldur sínu kjarnahlutverki – en deildin er ekki gerð til að sinna einnig tugum innlagnarsjúklinga,“ segir Páll.

Fráflæðisvandann segir Páll kristallast í því að 1% sjúklinga spítalans beri ábyrgð á 22% legudaganna. Þeir þurfa að vera á sjúkrahúsinu um lengri tíma því önnur úrræði skortir. Þetta ásamt lokuðum legurýmum og að fleiri hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða þarf til starfa er vandinn. Legutími þeirra sjúklinga sem geta útskrifast fer hins vegar batnandi ár frá ári. Þannig er meðallegutími þeirra sjúklinga sem útskrifast innan 30 daga ekki nema 4,7 dagar, sem telst mjög gott. Eftir þjónustu á deildum sjúkrahússins fara margir til dæmis á sjúkrahótelið og eru þar í kannski 1-3 daga. Fá þar frekari þjónustu en geta svo snúið aftur heim.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert