Aðstæður á Reykjanesbraut varhugaverðar

Slabb er farið að myndast ofan á hálku á Reykjanesbraut …
Slabb er farið að myndast ofan á hálku á Reykjanesbraut og aðstæður því varhugaverðar. Ljósmynd/Vegagerðin

Lögreglan á Suðurnesjum varar vegfarendur við færð á vegum í umdæminu, en þó aðallega á Reykjanesbraut.

Í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar kemur fram að mjög hált hafi verið á Reykjanesbraut síðdegis og nú sé slabb farið að myndast ofan á. „Með hálkuna undir verða aðstæður því mjög varhugaverðar,“ segir í póstinum.

Bent er á að nokkrar bifreiðar hafi farið út af á Reykjanesbrautinni nú á skömmum tíma, en lítið hafi verið um slys á fólki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert