Íslendingur lést á Spáni

Íslendingur lést á Torrevieja sem er í um 40 mínútna …
Íslendingur lést á Torrevieja sem er í um 40 mínútna fjarlægð frá borginni Alicante á Spáni. Wikipedia

Leitað hefur verið til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins vegna andláts Íslendings í Torrevieja á Spáni. Þetta staðfestir Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins. 

Fréttablaðið greindi frá því fyrr í kvöld að íslenskur karlmaður á fertugsaldri væri grunaður um að hafa orðið sambýlismanni móður sinnar að bana á Spáni í nótt. Er þar sagt að hinn látni sé maður á sjötugsaldri og að verknaðurinn hafi verið framinn á heimili hans og móður meints árásarmanns á þriðja tímanum í nótt að staðartíma. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert