Þriggja km röð að flugstöðinni

Bíll er við bíl frá Þjóðbraut að flugvellinum.
Bíll er við bíl frá Þjóðbraut að flugvellinum. Ljósmynd/Lögreglan

Rúmlega þriggja kílómetra röð bíla er nú að Keflavíkurflugvelli, en færð á svæðinu er að versna til muna og nær röðin frá flugvellinum að Þjóðbraut sem liggur inn í Keflavík.

Lögreglan á Suðurnesjum mælir með því að allir haldi kyrru fyrir og séu ekki að keyra að óþörfu og hafa björgunarsveitir verið kallaðar út til að aðstoða lögreglu við að leysa úr vandamálum sem hafa skapast á Reykjanesbraut.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert