Rúmlega þriggja kílómetra röð bíla er nú að Keflavíkurflugvelli, en færð á svæðinu er að versna til muna og nær röðin frá flugvellinum að Þjóðbraut sem liggur inn í Keflavík.
Lögreglan á Suðurnesjum mælir með því að allir haldi kyrru fyrir og séu ekki að keyra að óþörfu og hafa björgunarsveitir verið kallaðar út til að aðstoða lögreglu við að leysa úr vandamálum sem hafa skapast á Reykjanesbraut.
Reykjanesbraut: Reykjanesbraut er lokuð frá Þjóðbraut í Reyjkjanesbæ að Flutstöð. Einnig er Sandgerðishringurinn lokaður vegna ófærðar. #færðin #lokað
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 12, 2020