Andlát í Úlfarsárdal enn til rannsóknar

Gæsluvarðhaldið rennur út á fimmtudag, 16. janúar.
Gæsluvarðhaldið rennur út á fimmtudag, 16. janúar. mbl.is/Alexander Gunnar

Rannsókn stendur enn yfir á andláti manns sem féll fram af svölum á fjölbýlishúsi við Skyggnisbraut í Úlfarsárdal 9. desember síðastliðinn. 

Einn sætir gæsluvarðhaldi og fjórir aðrir hafa réttarstöðu sakbornings í málinu. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Gæsluvarðhaldið rennur út á fimmtudag, 16. janúar, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum. Maðurinn var fyrst úrskurðaður í 10 daga gæsluvarðhald, eða til 19. desember. Það var svo framlengt um fjórar vikur.

Maðurinn sem sætir gæsluvarðhaldi er Lithái um fimmtugt sem hefur búið hérlendis um margra ára skeið. Maðurinn sem lést var einnig frá Litháen, og á sextugsaldri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert