Banaslys á Reykjanesbraut

mbl.is/Sverrir

Al­var­legt um­ferðarslys varð á Reykja­nes­braut við Straums­vík um klukk­an 21:22 í gær­kvöldi sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu. RÚV seg­ir að um bana­slys sé að ræða og hef­ur mbl.is einnig heim­ild­ir fyr­ir því að svo sé. Að sögn lög­reglu lauk starfi á vett­vangi klukk­an 23:57 og var þá hægt að opna Reykja­nes­braut á ný. Slysið varð með þeim hætti að tvær bif­reiðar sem komu úr gagn­stæðri átt rák­ust sam­an og lést maður í ann­arri bif­reiðinni. Aðrir hlutu minni hátt­ar meiðsl.

Tölu­vert var um slys í um­ferðinni í gær en í flest­um til­vik­um urðu ekki slys á fólki. Klukk­an 20 hafði ökumaður sam­band við lög­reglu en vegna veðuraðstæðna hafði hann misst stjórn á bif­reið sinni og ekið á ljósastaur. Var haft sam­band við HS Veit­ur vegna staurs­ins.

Í Kópa­vog­in­um urðu tveir árekstr­ar um kvöld­mat­ar­leytið en í báðum til­vik­um var um árekst­ur tveggja bif­reiða að ræða. Í öðru til­vik­inu var önn­ur bif­reiðin óöku­fær eft­ir árekst­ur­inn. Í Breiðholti rák­ust tvær bif­reiðar sam­an um kvöld­mat­ar­leytið.

Bif­reið var ekið aft­an á aðra við hring­torg í Grafar­vog­in­um um kvöld­mat­ar­leytið og í Mos­fells­bæ var bif­reið ekið í veg fyr­ir aðra á gatna­mót­um. Önnur bif­reiðin var óöku­fær á eft­ir.

Um klukk­an 20 var til­kynnt um slys ut­an­dyra í Aust­ur­bæn­um (hverfi 105). Ung­ur maður hafði runnið í hálku á gang­stétt og var mögu­lega ökkla­brot­inn á vinstri fæti. Hann var flutt­ur með sjúkra­bif­reið á slysa­deild­ina í Foss­vogi.

Mikið álag var á slökkviliði höfuðborg­ar­svæðis­ins í gær­kvöldi og nótt, mikið um sjúkra­flutn­inga og eins var álag á dælu­bíla en ekk­ert al­var­legt kom upp að sögn varðstjóra. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert