Íbúar verða að ráða för

Halldór Gunnar Ólafsson, oddviti á Skagaströnd.
Halldór Gunnar Ólafsson, oddviti á Skagaströnd. mbl.is/Ólafur Bernódusson

„Sameining sveitarfélaga þarf að skapa byggðunum ný tækifæri til vaxtar og sóknar,“ segir Halldór Gunnar Ólafsson, oddviti á Skagaströnd.

„Eðlilega eru íbúar á hverjum stað sérfræðingar í sínu nærumhverfi og verða að geta ráðið sínum málum sjálfir. Í víðfeðmum sveitarfélögum er alltaf hætta á að möguleikarnir á slíku skerðist og þá verður útkoman aldrei góð. Í óveðrinu hér á Norðurlandi sem gekk yfir um miðjan desember sáum við vel hve miklu skiptir að stjórn mála sé í heimabyggð, þar sem allir innviðir eru til staðar. Smæð sveitarfélaga getur falið í sér styrk ef öll ytri starfsskilyrði eru eðlileg.“

Aflsmunum var beitt

Í nýlegri bókun sveitarstjórnar Skagastrandar er Alþingi hvatt til þess að hafna tillögu Sigurðar Inga Jóhannssonar sveitarstjórarráðherra um það sem er kallað lögþvinguð sameining sveitarfélaga. Skagstrendingar segja að á aukaþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga síðasta haust hafi fulltrúar stærri sveitarfélaga – sem voru í meirihluta – beitt aflsmuum til þess að styðja þá tillögu ráðherrans að ekkert sveitarfélag verði fámennara en 250 íbúar eftir sveitarstjórnarkosningar árið 2022 og 1.000 íbúar árið 2026. Stór hluti fulltrúa fámennari sveitarfélaga sé þessu mótfallinn,að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert