Sakar Pál Baldvin um ritstuld

Síldarárin 1867-1969. Bókin sem fjallað er um.
Síldarárin 1867-1969. Bókin sem fjallað er um.

„Þetta er svo­lítið eins og að vaða bara inn á þenn­an vef á skít­ug­um skón­um og taka það sem maður vill,“ seg­ir Jón Ólaf­ur Björg­vins­son grein­ar­höf­und­ur á Sigló.is en hann ásak­ar bók­mennta­fræðing­inn og blaðamann­inn Pál Bald­vin Bald­vins­son um ritstuld í bók­inni Síld­arár­in 1867-1969.

Skrifaði hann ít­ar­leg­an pist­il þess efn­is á Trölla.is í fyrra­dag og fær­ir rök fyr­ir því að síld­ar­sög­ur og önn­ur skrif eft­ir hann á Sigló.is hafi verið notuð í leyf­is­leysi í bók­inni.

„Það hefði verið hægt að kom­ast hjá þessu ef menn hefðu lagt sig fram í heim­ilda­vinnu og hrein­lega hringt í mig og spurt mig. Ég hefði ör­ugg­lega sagt já,“ seg­ir Jón Ólaf­ur í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Seg­ist hann vera sér­stak­lega sorg­mædd­ur yfir grein sem birt­ist í bók Páls sem Jón seg­ir að bygg­ist á eig­in skrif­um sem hann kveðst hafa eytt 100 klukku­tím­um í sjálf­boðavinnu í að vinna.

„Ég hefði aldrei farið fram á það við neinn að fá borgað fyr­ir þetta. Það skipt­ir máli að menn séu ekki bara að vanda sig út af höf­unda­rétt­ar­lög­um held­ur líka af virðingu við þá sem eru á bak við þetta,“ seg­ir Jón Ólaf­ur.

Páll Bald­vin, sem hef­ur svarað Jóni í at­huga­semd und­ir pistl­in­um á Trölla.is, seg­ir það af og frá að ritstuld­ur hafi verið með vilja gerður.

„Þetta eru mis­tök sem áttu sér stað. Þau eru viður­kennd. Það er búið að biðja Jón af­sök­un­ar á því að það skyldi vera gengið á hans sóma,“ seg­ir Páll í sam­tali við Morg­un­blaðið.

„Það er nátt­úru­lega leiðin­leg­ast fyr­ir okk­ur sem unn­um að þess­ari bók að þetta skuli hafa farið í gegn­um síu sem er í fyrsta lagi ég, í öðru lagi rit­stjóri og í þriðja lagi próf­arka­les­ar­ar,“ seg­ir hann.

„Við von­um að þetta sé eina til­vikið þar sem það er ekki sóma­sam­leg­ur frá­gang­ur á heim­ilda­vís­un í þessi verk. Reynd­ar eru þarna hundruð heim­ilda og til­vís­ana. En svona lagað get­ur gerst. En þetta er samt sem áður óafsak­an­legt og okk­ur þykir þetta ákaf­lega miður,“ seg­ir Páll. rosa@mbl.is

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert