Slá af verði nýrra íbúða í miðborginni

Íbúðaverð hefur lækkað við Brynjureit.
Íbúðaverð hefur lækkað við Brynjureit. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verktakar hafa á undanförnum mánuðum lækkað verð á nýjum íbúðum í miðborg Reykjavíkur. Þá meðal annars á Brynjureit og Höfðatorgi. Kaupsamningar sem Morgunblaðið hefur undir höndum vitna um að verð nýrra íbúða hafi jafnvel verið lækkað um sex milljónir frá auglýstri verðskrá.

Skal tekið fram að í þeim tilfellum keyptu kaupendur íbúðir fyrir hundruð milljóna. Má því ætla að fermetraverð hafi lækkað úr nærri 700 þúsund krónum í um 600 þúsund krónur. Íbúðirnar eru litlar og flestar án bílastæða.

Jafnframt hafa verktakar boðið kaupendum að gera tilboð í nýjar íbúðir á Hlíðarenda. Slíkt er ekki algengt svo snemma í söluferlinu. Þá eru vísbendingar um verðlækkanir á reitum utan miðborgarinnar.

Þrátt fyrir vaxtalækkanir

Þessi þróun hefur orðið þrátt fyrir vaxtalækkanir Seðlabankans. Þá hefur það ekki dugað til að halda uppi verðinu að framboð á næstu misserum hefur verið takmarkað með því að seinka nýjum verkefnum. Aukið atvinnuleysi kann að vera orsakavaldur í þessu samhengi. Jafnframt hefur markaður með skammtímaleigu til ferðamanna gefið mikið eftir, sem aftur skerðir tekjumöguleika.

Í umfjöllun um mál þettaí Morgunblaðinu í dag segirÓskar Bergsson, fasteignasali hjá Eignaborg, kaupendamarkað að skapast á fasteignamarkaði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert