Þolinmæði er á þrotum

Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Kjarasamningar hjúkrunarfræðinga við ríkið hafa verið lausir í níu mánuði og þolinmæði félagsmanna gagnvart samninganefnd ríkisins er á þrotum. Þetta segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Samninganefnd ríkisins leggur hinn svokallaða lífskjarasamning, samnings SA við helstu stéttarfélög á almennum markaði, til grundvallar í viðræðunum. Guðbjörg segir hins vegar að ljóst hafi verið frá fyrsta degi að hjúkrunarfræðingar gerðu meiri kröfur.

Vísar hún máli sínu til stuðnings í skýrslu Ríkisendurskoðunar á starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga frá 2017, en þar kemur fram að meðaldagvinnulaun félagsmanna Bandalags háskólamanna með sambærilega menntun séu 12% hærri en laun hjúkrunarfræðinga.

Til viðbótar eru gerðar kröfur um styttingu vinnuvikunnar úr 40 stundum í 36, einkum fyrir starfsmenn í vaktavinnu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka