Alls fæddust 4.448 börn á helstu sjúkrahúsum landsins og í heimahúsum í fyrra. Fæðingar voru alls 4.379 og fjölgaði víðast hvar frá fyrra ári samkvæmt lauslegri úttekt Morgunblaðsins.
Fjöldi fæðinga á Landspítala árið 2019 var 3.207 og börnin voru 3.271. Árið áður fæddust 3.139 börn á Landspítalanum í 3.088 fæðingum. Tölur um fæðingar á Landspítalanum eru með fyrirvara um að ekki er búið að yfirfara skráningu.
Fæðingum fjölgaði einnig á Akureyri í fyrra. Alls fæddust 408 börn í 403 fæðingum þar. Árið áður fæddust 392 börn í 388 fæðingum fyrir norðan.