Hætt að flæða að sumarbústaðabyggðinni

Vatnsborðið var orðið lægra en það var í gær, þegar …
Vatnsborðið var orðið lægra en það var í gær, þegar lögreglan á Suðurlandi flaug dróna yfir svæðið í dag. Ljósmynd/Lögreglan á Suðurlandi

Lögreglan á Suðurlandi fór í dag og skoðaði aðstæður við ós Höskuldslækjar, en tilkynning barst í gærkvöldi um að klakastífla í farvegi Hvítár hefði þær afleiðingar að vatn úr læknum legðist að sumarhúsabyggð á norðurbökkum Hvítár.

„Mér sýnist að [Höskuldslækur] sé orðinn opinn núna, það alla vega hefur lækkað vatnsborðið í kringum þessa sumarbústaði,“ sagði Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við mbl.is í dag. Hann sagðist að óbreyttu meta stöðuna sem svo að það flæddi ekki frekar að sumarbústöðunum, alla vega í bili.

Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.
Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„En svo veit maður ekkert hvernig svona stífla hagar sér. Við vitum ekkert hvort og hvernig eða hvenær áin ryður sig og hvað gerist þá,“ segir Oddur.

Hann á ekki von á því að lögreglan skoði svæðið á morgun, en segir náttúrúvársérfræðinga Veðurstofu Íslands fylgjast með veðurspám fyrir lögregluna og meðfylgjandi drónamyndir frá lögreglu hafi verið sendar þangað í dag. Fleiri myndir má sjá á Facebook-síðu lögreglu.

Ljósmynd/Lögreglan á Suðurlandi
Ljósmynd/Lögreglan á Suðurlandi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka