Sveitarstjórn hafnar veiðum við efri hluta Þjórsár

Dynkur, 38 metra hár foss í Þjórsá suðaustan undir Kóngsási.
Dynkur, 38 metra hár foss í Þjórsá suðaustan undir Kóngsási. mbl.is/Sigurður Bogi

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps leggst alfarið gegn því að heimiluð verði tilraunaveiði í og við efri hluta Þjórsár.

Í síðustu viku fjallaði sveitarstjórnin um drög að leigusamningi um veiðiréttindi í þessum hluta Þjórsár og hliðarám milli Veiðifélags efri hluta Þjórsár og Fish Partner ehf.

Áhugi fyrirtækisins beinist m.a. að því að gera ár og vötn á Gnúpverjaafrétti að stangveiðisvæði. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segist Kristófer A. Tómasson sveitarstjóri líta svo á að með afgreiðslu sveitarstjórnar sé þetta mál úr sögunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert