Athuga með flug til Ísafjarðar

Fjögur snjóflóð hafa fallið á Flateyri og í Súgandafirði frá …
Fjögur snjóflóð hafa fallið á Flateyri og í Súgandafirði frá því í gærkvöldi. Ljósmynd/Óttar Guðjónsson

Í undirbúningi er flutningur á hjálparliði almannavarna á Vestfirði til að styðja við heimamenn vegna snjóflóðanna. Athugað verður með flug til Ísafjarðar nú um eftirmiðdaginn.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 

Enn er snjóflóðahætta á Vestfjörðum. Óvissustig er á norðanverðum Vestfjörðum og hættustig á Ísafirði. Flateyrarvegur og vegurinn um Súðavíkurhlíð eru lokaðir vegna snjóflóðahættu.

mbl.is/Sigurður Bogi

Hvasst hefur verið á Vestfjörðum í morgun og gert er ráð fyrir að smám saman dragi úr ofanhríðinni. Gert er ráð fyrir 15-17 m/s á fjallvegum síðdegis og enn er skafrenningur. Lægir enn frekar í kvöld. Horfur eru á skaplegu veðri á morgun, 5-10 m/s, og að mestu verður éljalaust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert