„Brjálaður náungakærleikur í brjáluðu veðri“

Fjögur snjóflóð hafa fallið á Flateyri og í Súgandafirði frá …
Fjögur snjóflóð hafa fallið á Flateyri og í Súgandafirði frá því í gærkvöldi. Ljósmynd/Óttar Guðjónsson

„Upp­lif­un­in var súr­realísk og mögnuð,“ seg­ir Ingi­björg Guðmunds­dótt­ir, skóla­stjóri Lýðhá­skól­ans á Flat­eyri, um snjóflóðin sem féllu í bæn­um í gær­kvöldi. Rýma þurfti hluta nem­endag­arða skól­ans og var Ingi­björg stödd í sam­komu­hús­inu á Flat­eyri ásamt 26 nem­end­um þegar blaðamaður mbl.is náði tali af henni. 

Ingi­björg seg­ir að björg­un­ar­sveit­ir á svæðinu hafi haft góða stjórn á at­b­urðarás­inni og að and­rúms­loftið hafi verið yf­ir­vegað og skipu­lagt. „Þetta var brjálaður ná­ungakær­leik­ur í brjáluðu veðri,“ seg­ir hún, og bæt­ir við að nem­enda­hóp­ur­inn hafi tekið rým­ing­unni með stóískri ró og fundið fyr­ir ör­yggi all­an tím­ann. „Það er svo mik­il vænt­umþykja inn­an hóps­ins og þau passa upp á hvert annað.“ 

Ingibjörg Guðmundsdóttir, skólastjóri Lýðháskólans á Flateyri.
Ingi­björg Guðmunds­dótt­ir, skóla­stjóri Lýðhá­skól­ans á Flat­eyri. Ljós­mynd/​Aðsend

Skóla­hús­næðið og skólag­arðarn­ir eru niðri á eyr­inni, mitt á milli þar sem flóðin tvö féllu og er Ingi­björg þakk­lát fyr­ir varn­argarðinn og seg­ir hann hafa verið eins og vernd­ar­væng. 

Þá hef­ur nem­enda­hóp­ur­inn notið stuðnings Helenu Jóns­dótt­ur, fyrr­ver­andi skóla­stjóra Lýðhá­skól­ans, en hún er klín­ísk­ur sál­fræðing­ur sem hef­ur und­an­far­in fimm ár starfað fyr­ir alþjóðlegu sam­tök­in Lækn­ar án landa­mæra, Mé­dec­ins Sans Front­ières (MSF), og hef­ur unnið fyr­ir Rauða kross­inn. „Við átt­um gott spjall við hana,“ seg­ir Ingi­björg. 

Nemendur í Lýðháskólanum á Flateyri þurftu að yfirgefa nemendagarðana í …
Nem­end­ur í Lýðhá­skól­an­um á Flat­eyri þurftu að yf­ir­gefa nem­endag­arðana í gær­kvöldi vegna snjóflóðanna og hafa haldið til í sam­komu­húsi bæj­ar­ins í dag. Ljós­mynd/​Ingi­björg Guðmunds­dótt­ir

Sendu mæðgun­um hlýj­ar kveðjur

Móðir stúlk­unn­ar sem bjargað var úr öðru flóðinu starfar við skól­ann og hef­ur Ingi­björg verið í góðu sam­bandi við hana. „Það var kannski stóra sjokkið í okk­ar hópi. Nem­end­ur senda þeim mæðgum hlýj­ar kveðjur og strauma. Mesti feg­in­leik­inn var þegar við heyrðum að hún er 100% í lagi,“ seg­ir Ingi­björg. 

Ingi­björg er ásamt 26 nem­end­um í sam­komu­hús­inu á Flat­eyri en björg­un­ar­sveit­in mun flytja þau aft­ur í skól­ann um leið og veður leyf­ir. „Það er enn þá ófært og leiðinda­veður. Við bíðum átekta, veðrið á að lægja seinni part­inn, ætli við vit­um ekki meira þá. Þetta er svo­lítið öðru­vísi skóla­dag­ur. Við erum fyrst og fremst að ein­blína á það að halda hóp­inn. Ætli við mun­um ekki bara fara að spila og taka gott spjall inn á milli.“

Nemendurnir taka því rólega og grípa í spil og spjalla.
Nem­end­urn­ir taka því ró­lega og grípa í spil og spjalla. Ljós­mynd/​Ingi­björg Guðmunds­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert