Íbúar á Suðureyri haldi kyrru fyrir

Undanfarinn sólarhring hafa fjögur snjóflóð fallið á Vest­fjörðum og neyðarstigi …
Undanfarinn sólarhring hafa fjögur snjóflóð fallið á Vest­fjörðum og neyðarstigi al­manna­varna hef­ur verið lýst yfir vegna snjóflóða á Flat­eyri og í Súg­andafirði. Ljósmynd/Steinunn Ása Sigurðardóttir

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra beinir því til íbúa á Suðureyri að vera ekki úti eða á ferli í hluta bæjarins. Á það við um Aðalgötu, Eyrargötu, Skipagötu, Skólagötu, Freyjugötu, auk hafnarsvæðisins og neðan Sætúns. 

Um varúðarráðstöfun er að ræða. 

Undanfarinn sólarhring hafa fjögur snjóflóð fallið á Vest­fjörðum og neyðarstigi al­manna­varna hef­ur verið lýst yfir vegna snjóflóða á Flat­eyri og í Súg­andafirði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert