Leita að lendingarstað fyrir léttabát

Tjónið verður metið síðar í dag á Flateyri og Suðureyri.
Tjónið verður metið síðar í dag á Flateyri og Suðureyri. Ljósmynd Steinunn G. Einarsdóttir

Björgunarsveitarmenn reyna að finna lendingarstað fyrir léttabát varðskipsins Þórs en skipið er enn ókomið til Flateyrar. 

„Bryggjan er smekkfull af drasli. Það er rosalega hátt flóð núna. Það flæðir upp á bryggjuendann þar sem þeir komu í gær,“ segir Magnús Einar Magnússon, formaður björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri.

Fólkið sem kemur með bátnum verður flutt í grunnskólann á Flateyri í fjöldahjálparmiðstöð.

Stöðufundur var haldinn fyrr í morgun. Ekkert verður farið upp í fjall, enda ríkir neyðarstig og blindhríð er á svæðinu. „Það er svakalega hvasst hérna núna og mikið kóf þannig að maður sér ekkert upp í fjall enn þá.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka