„Þetta er skelfilegt“

Tjónið verður metið síðar í dag á Flateyri og Suðureyri.
Tjónið verður metið síðar í dag á Flateyri og Suðureyri. Ljósmynd Steinunn G. Einarsdóttir

„Þetta er skelfi­legt í einu orði sagt, þetta er skelfi­legt,“ seg­ir Guðmund­ur Kristjáns­son, hafn­ar­stjóri Ísa­fjarðarbæj­ar. Tjónið er mikið á Flat­eyri en þar voru sjö bát­ar í höfn.

„Það er ljóst að hafn­ar­mann­virki hafa orðið fyr­ir stór­tjóni en mest er þó tjón þeirra ein­stak­linga sem áttu þarna báta sem eru gjör­sam­lega farn­ir. Sokkn­ir í höfn­inni,“ seg­ir Guðmund­ur.

Af sjö bát­um við höfn­ina var einn þeirra við hafn­arkant­inn og slapp sá bát­ur al­veg, að sögn Guðmund­ar. „Svo voru sex bát­ar norðan við í báta­höfn­inni og þeir fóru all­ir.“

Tveir ol­íu­tank­ar voru við höfn­ina á Flat­eyri og hef­ur Guðmund­ur upp­lýs­ing­ar um að ann­ar þeirra fór í sjó­inn. „Ég hef ekki upp­lýs­ing­ar um hinn tank­inn,“ seg­ir hann í sam­tali við mbl.is. 

Hann hef­ur verið í sam­bandi við fólk á Suður­eyri og þar virðist sem hafn­ar­mann­virki og annað hafi sloppið vel fyr­ir utan litla flot­bryggju sem virðist hafa losnað upp en er föst við an­keri þannig að tjónið þar er óveru­legt.

Tvö snjóflóð féllu á Flateyri seint í gærkvöldi.
Tvö snjóflóð féllu á Flat­eyri seint í gær­kvöldi. mbl.is/​Krist­inn Garðars­son

Að sögn Guðmund­ar verður þetta skoðað í birt­ingu en vel mannað lið björg­un­ar­sveitar­fólks er á staðnum og það ger­ir það sem hægt er að gera. „Síðan er það seinni tíma verk­efni okk­ar að skipu­leggja það hvernig við stönd­um að því að hreinsa upp úr höfn­inni. Það er ekki tíma­bært eins og staðan er núna að vera með ein­hverj­ar vanga­velt­ur um það núna. Við höf­um enga yf­ir­sýn yfir ástandið eins og er,“ seg­ir Guðmund­ur í sam­tali við blaðamann mbl.is.

Ástandið í höfninni á Flateyri er skelfilegt segir hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar.
Ástandið í höfn­inni á Flat­eyri er skelfi­legt seg­ir hafn­ar­stjóri Ísa­fjarðarbæj­ar. Ljós­mynd Stein­unn G. Ein­ars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert