Þór lagður af stað frá Ísafirði

Viðbragðsaðilar fara um borð í Þór í Ísafjarðarhöfn nú í …
Viðbragðsaðilar fara um borð í Þór í Ísafjarðarhöfn nú í morgun. Varðskipið er lagt af stað aftur til Flateyrar. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson

Varðskipið Þór lagði af stað frá Ísafirði kl. 9:05 og er nú á leið til Flateyrar með vistir og búnað vegna snjóflóðanna sem féllu á Flateyri og Súgandafirði, auk fulltrúa áfallateymis Rauða krossins.

Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við mbl.is. Ráðgert er að varðskipið verði komið á Flateyri um kl. 11.

Eins og sakir standa stendur ekki til að nota þyrlur Landhelgisgæslunnar í aðgerðum dagsins, en Ásgeir segir þær þó reiðubúnar ef á þarf að halda.

Þór kemur við á Bolungarvík þar sem tveir úr áfallateyminu verða sóttir. Eft­ir að Þór kem­ur til hafn­ar verður opnuð fjölda­hjálp­ar­stöð á Flat­eyri og verða send út SMS-skila­boð til íbúa í bæn­um þar sem þeim verður boðið að þiggja þjón­ustu.

Fyrst um sinn verður stöðin opin í grunn­skól­an­um á Flat­eyri.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert