Búið er að moka í gegnum snjóflóðin sem fallið höfðu í Skötufirði og þar með er síðasta haftið farið af leiðinni um Ísafjarðardjúp. Skráð er snjóþekja á leiðinni, að því er fram kemur í tilkynningu Vegagerðarinnar.
Þá var Djúpvegur til norðanverðra Vestfjarða opnaður í gærkvöldi, sem og Gemlufallsheiði, auk þess sem fært er orðið til Suðureyrar.
Fært er milli byggðakjarna á sunnanverðum Vestfjörðum en orðið ófært um norðanverðan Breiðafjörð.