Erfiðara verði að flytja hingað stera

Vaxtarrækt. Sumir íþróttamenn hafa freistast til að nota stera.
Vaxtarrækt. Sumir íþróttamenn hafa freistast til að nota stera. mbl.is/Golli

Afar brýnt er að endurskoða heimildir einstaklinga til innflutnings á ávana- og fíknilyfjum og sterum til eigin nota, að mati tollgæslustjóra. Vill tollgæslustjóri þrengja umræddar heimildir verulega í ljósi mála sem hafa komið upp undanfarin ár og hefur lagt fram tillögur þess efnis til heilbrigðisráðherra.

Í umsögn sinni um ný lyfjalög, sem undirrituð er af Hjalta B. Árnasyni lögfræðingi, gagnrýnir tollgæslustjóri að lítið sé vikið að reglum um þetta.

Ný lyfjalög eru nú í meðförum Alþingis og hefur verið kallað eftir umsögnum víða að. Ætlunin er að breyta regluverki lyfjamála hér á landi, meðal annars vegna breytinga á íslensku heilbrigðiskerfi og ýmissa tilskipana og reglugerða frá ESB sem tekið hafa gildi vegna aðildar Íslands að EES-samningnum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert