Starfsmenn Vegagerðarinnar hafa í dag unnið að því að ryðja Flateyrarveg til þess að hægt sé að komast landleiðina að Flateyri. Vegurinn er nú opinn undir eftirliti og verður það til klukkan 22:00 í kvöld en þá verður honum lokað af öryggisástæðum.
Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að óvissustig vegna snjóflóðahættu sé enn í gildi.
Lítið snjóflóð féll á veginum síðdegis en hann hafði verið ófær undanfarna daga og lokaður vegna snjóflóðahættu.