Gjörbreyting ylli uppnámi

Utanríkisráðuneytið við Rauðarárstíg.
Utanríkisráðuneytið við Rauðarárstíg. mbl.is/Kristinn Magnússon

Utanríkisráðuneytið gagnrýnir harðlega frumvarp átta þingmanna Vinstri grænna um breytingar á varnarmálalögunum í nýrri umsögn og segir þær gerbreyta forræði utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra á sviði öryggis- og varnarmála auk þess sem ákvarðanir um varnarframkvæmdir yrðu settar í uppnám ef þær væru samþykktar.

Þingmennirnir leggja til þær breytingar á varnarmálalögunum að annars vegar verði allar bókanir og viðbætur við varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna bornar undir Alþingi til samþykktar og hins vegar skuli bera alla uppbyggingu og framkvæmdir umfram eðlilegt viðhald á öryggissvæðum, varnarsvæðum og mannvirkjum NATO undir Alþingi til samþykktar.

Í umsögn utanríkisráðuneytisins segir m.a. um þessar tillögur að breytingarnar miði að því að skerða forræði utanríkisráðherra á framkvæmd öryggis- og varnarmála á Íslandi með því að taka úr höndum hans ábyrgð og umsjón með samningagerð við erlend ríki, hermálayfirvöld og alþjóðastofnanir og vegna framkvæmda á öryggissvæðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert