Vetrarfærð er víðast hvar á Vestfjörðum. Unnið er að opnun Vestfjarðavegar við norðanverðan Breiðafjörð og yfir Klettsháls, sem og Djúpavegar um Steingrímsfjarðarheiði og Þröskulda. Flughált er á Innstrandavegi.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.
Flateyrarvegur er lokaður vegna snjóflóðahættu. Ástandið verður skoðað í birtingu.
Á Norðurlandi er vetrarfærð á flestum leiðum og ófært um Víkurskarð. Á Vesturlandi er einnig vetrarfærð, flughált í Álftafirði en ófært á Laxárdalsheiði.
Yfirlit: Í flestum landshlutum er verið að hreinsa vegi og kanna færð. Veðurspá fyrir daginn er meinlaus og því útlit fyrir nokkuð góðar aðstæður til að ferðast en helst spurning hvernig hálka muni þróast þar sem hiti verður um eða yfir frostmarki. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 16, 2020