Varnarvirki fyrir 21 milljarð

Mikil varnarmannvirki hafa risið fyrir ofan Siglufjörð, myndin er frá …
Mikil varnarmannvirki hafa risið fyrir ofan Siglufjörð, myndin er frá uppsetningu stoðvirkja í Hafnarfjalli. Ljósmyndir/Sigurður Hlöðversson

Alls hefur verið unnið fyrir 21 milljarð króna á núgildandi verðlagi við varnarvirki vegna snjóflóða síðasta aldarfjórðung. Áætlað hefur verið að eftir sé að vinna að snjóflóðavörnum í þéttbýli fyrir svipaða upphæð, eða um 21 milljarð, samkvæmt upplýsingum úr umhverfisráðuneytinu.

Samkvæmt svari umhverfisráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins hafa alls verið gerðar varnir eða eignir keyptar upp á 15 þéttbýlisstöðum. Staðirnir eru Ólafsvík, Patreksfjörður, Tálknafjörður, Bíldudalur, Flateyri, Bolungarvík, Hnífsdalur, Ísafjörður, Súðavík. Siglufjörður, Ólafsfjörður, Seyðisfjörður, Neskaupstaður, Eskifjörður og Fáskrúðsfjörður.

Ólokið er gerð varna fyrir íbúðabyggð í þéttbýli á átta stöðum á hættusvæði C, en í þeim flokki er hættan talin mest og á þeim svæðum skal öryggi tryggt með varanlegum varnarvirkjum eða uppkaupum íbúðarhúsnæðis. Þessir staðir eru Patreksfjörður, Tálknafjörður, Bíldudalur, Hnífsdalur, Siglufjörður, Seyðisfjörður, Neskaupstaður og Eskifjörður.

Í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að vinna hófst á síðasta ári við varnir undir Urðarbotni í Neskaupstað og er áætlað að gerð þeirra ljúki 2021. Þá hefst vinna við varnargarða við Urðir, Hóla og Mýrar á Patreksfirði nú í vor og er áætlað að þeirri vinnu ljúki árið 2023. Undirbúningur annarra verkefna er mislangt á veg kominn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert