Fjallað um líkfundinn í erlendum miðlum

Tvö lík, af karli og konu, fundust á Sólheimasandi í …
Tvö lík, af karli og konu, fundust á Sólheimasandi í gær. Kort/mbl.is

Fjallað er um líkfundinn á Sólheimasandi á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC í dag. Þar segir að hinir látnu, kona og karl, hafi verið á þrítugsaldri að sögn lögreglunnar. Talið er að um par hafi verið að ræða og kínverska ríkisborgara.

Haft er eftir lögreglunni að krufning fari fram í byrjun næstu viku þar sem reynt verði að skera úr um dánarorsök. Ekkert benti til þess að neitt saknæmt hefði átt sér stað. Líkin bæru þess hins vegar merki að fólkið hefði látist vegna ofkælingar.

Þá kemur fram, eins og mbl.is hefur fjallað um, að lík konunnar hafi fyrst fundist og síðan karlsins í kjölfarið. Bifreið sem þau eru talin hafa leigt fannst á bílastæði við Sólheimasand. Þá segir að kínverska sendiráðinu hafi verið gert viðvart.

mbl.is/Hjörtur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka