„Fólk vill búa hérna“

00:00
00:00

„Varn­argarður­inn er ekki hannaður til að verja höfn­ina og þá er ekki hægt að hafa báta hérna yfir vetr­ar­tím­ann, fyrr en þetta verður lagað,“ seg­ir Birk­ir Jón­as Ein­ars­son, sem hef­ur verið í út­gerð á Flat­eyri ásamt fjöl­skyldu sinni frá því fyr­ir alda­mót. Hann var skip­stjóri á Blossa ÍS, sem óhætt er að full­yrða að hafi verið helsta at­vinnu­tæki Flat­eyr­ar, enda eini bát­ur einu út­gerðar­inn­ar sem eft­ir er í bæn­um. 

Nú ligg­ur Blossi, sem er ein­ung­is fjög­urra ára gam­all bát­ur, hálfsokk­inn í höfn­inni og óvissa um framtíð út­gerðar­inn­ar. Birk­ir og Stein­unn Guðný syst­ir hans segj­ast ef­ast um að for­eldr­ar þeirra, sem eru um sjö­tugt, leggi í að byrja upp á nýtt með nýj­an bát eft­ir þá rekstr­ar­stöðvun sem fyr­ir­sjá­an­lega er fram und­an. Allt er þetta þó óráðið enn. Sex manns hafa at­vinnu af út­gerðinni.

mbl.is ræddi við Birki og Stein­unni á Flat­eyri í dag, en Stein­unn Guðný býr á móti hús­inu við Ólaf­stún sem varð fyr­ir skemmd­um í flóðinu úr Innra-Bæj­argili og ræddi upp­lif­un sína af því ör­fá­um klukku­stund­um eft­ir að það féll.

Í bak­sýn í mynd­skeiðinu hér að ofan má sjá bif­reið henn­ar, sem flóðið hreif með sér og stór­skemmdi. Hún seg­ir það lítið tjón, auðveld­ara sé að kaupa nýj­an bíl en nýj­an bát.

Högg eft­ir upp­gangs­tíma

Systkin­in segja að snjóflóðin á þriðju­dag­inn hafi verið mikið högg fyr­ir byggðina, sem hafi verið að sækja í sig veðrið upp á síðkastið, með til­komu Lýðhá­skól­ans og ungs fólks sem hafi kosið að flytja bú­ferl­um á Flat­eyri úr 101 Reykja­vík. Hlut­irn­ir hafi verið á upp­leið og já­kvæðni til staðar í sam­fé­lag­inu.

Systkinin Birkir Jónas Einarsson og Steinunn Guðný Einarsdóttir á Flateyri …
Systkin­in Birk­ir Jón­as Ein­ars­son og Stein­unn Guðný Ein­ars­dótt­ir á Flat­eyri í dag. mbl.is/​Hall­ur Már

„Ég held að ef fólk kem­ur hingað og verður hérna einn vet­ur þá kynn­ist það staðhátt­um og því að vera á svona stað. Fólk fær svo­lítið svona nei­kvæðu frétt­irn­ar, en ekki frétt­irn­ar þar sem við erum í góðum gír,“ seg­ir Birk­ir, sem seg­ist telja að staðalí­mynd­in af Flat­eyri á meðal höfuðborg­ar­búa sé að það sé „allt hrylli­legt“ á Flat­eyri.

„En það er ekki svo­leiðis,“ seg­ir Birk­ir, sem seg­ir að það geti ekki all­ir búið á Reykja­vík­ur­svæðinu.

„Fólk vill búa hérna,“ seg­ir Stein­unn. „For­rétt­ind­in eru svo mik­il að búa hérna við nátt­úr­una og fá að njóta henn­ar, en við þurf­um líka að virða þess­ar nátt­úru­ham­far­ir og gera okk­ur grein fyr­ir því hvað get­ur gerst og fara var­lega,“ bæt­ir hún við og legg­ur áherslu á að það þurfti að tryggja að varn­argarðarn­ir séu 100% ör­ugg­ir.

Nán­ar er rætt við þau Birki og Stein­unni í mynd­skeiðinu hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert