Minnast atburðanna og sýna stuðning

Samvera Önfirðingafélagið stóð fyrir samverustund í Lindakirkju í Kópavogi í …
Samvera Önfirðingafélagið stóð fyrir samverustund í Lindakirkju í Kópavogi í gær. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er mikil þörf fyrir slíkar samverustundir. Fólk styður hvert annað og minnist hörmunganna og einnig þess sem gott hefur verið gert,“ segir Eiríkur Finnur Greipsson, fyrrverandi oddviti á Flateyri.

Önfirðingafélagið í Reykjavík stóð fyrir samverustund í Lindakirkju í Kópavogi síðdegis í gær. Þá var snjóflóðanna í Súðavík fyrir réttum 25 árum minnst við guðsþjónustu í Guðríðarkirkju í Grafarholti. Mannskæð snjóflóð féllu á Súðavík 16. janúar 1995 og á Flateyri 26. október sama ár.

„Undanfarin 23 ár höfum við Önfirðingar átt sameiginlega kyrrðarstund 26. október ár hvert. Við urðum vör við þörf hjá fólki til að hittast eftir snjóflóðin í vikunni og Önfirðingafélagið ákvað að standa fyrir þessari samverustund,“ segir Eiríkur Finnur í Morgunblaðinu í dag.

Gömul sár ýfast upp

Hann segir að gömul sár ýfist upp við atburði eins og urðu í vikunni. „Fólk finnur vanmátt sinn. Það er tilfinning sem erfitt er að bera með sér en fær útrás með því að fólk hittist og sýni kærleik,“ segir Eiríkur Finnur, sem sjálfur lenti í snjóflóðinu á Flateyri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert