Víðast hvar er hálka eða snjóþekja á vegum á Vestfjörðum. Vegagerðin vekur athygli á að í Skötufirði er ekki alls staðar búið að moka í fulla akstursbreidd þar sem mest snjóflóð hafa komið niður.
„Því þarf að gæta varúðar við að mæta bílum,“ segir í tilkynningu. Hálka er í öllum landshlutum en annars þokkaleg færð.
Vestfirðir: Víðast hvar hálka eða snjóþekja. Vakin er athygli á að í Skötufirði er ekki alls staðar búið að moka í fulla akstursbreidd þar sem mest snjóflóð hafa komið niður. Því þarf að gæta varúðar við að mæta bílum. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 17, 2020