Einn bátur kominn á land

Blossi ÍS er kominn á land.
Blossi ÍS er kominn á land. Ljósmynd/Páll Önundarson

Haf­in er vinna við að koma bát­um, sem urðu fyr­ir snjóflóðinu í Flat­eyr­ar­höfn á þriðju­dag, á land. Norsk­ur krana­bát­ur sem hef­ur verið í þjón­ustu Arn­ar­lax í Arn­ar­f­irði kom til Flat­eyr­ar um há­deg­is­bil í dag og verður til taks næstu tvo til þrjá daga, hið minnsta.

Sex bát­ar eru í höfn­inni, sem nauðsyn­legt er að eiga við en í kvöld tókst að koma bátn­um Blossa ÍS á land.

Guðmund­ur Kristjáns­son, hafn­ar­stjóri á Ísaf­irði og Flat­eyri, seg­ir að senni­leg­ast taki björg­un­araðgerðir lengri tíma en tvo til þrjá daga þar sem út­lit er fyr­ir að veður verði björg­un­ar­mönn­um ekki hag­stætt næstu daga.

Veðurspáin er ekki hagstæð og því óvíst hvenær haldið verður …
Veður­spá­in er ekki hag­stæð og því óvíst hvenær haldið verður áfram að reyna að koma bát­un­um á land. Ljós­mynd/​Páll Önund­ar­son

App­el­sínu­gul viðvör­un tek­ur gildi á Vest­fjörðum seint í kvöld og spár gera ráð fyr­ir suðaust­an­stormi með rign­ingu eða mik­illi slyddu og hlýn­andi veðri. „Veðrið er mik­ill tímaþátt­ur hjá okk­ur,“ seg­ir Guðmund­ur.

Tveir af bát­un­um sex í höfn­inni eru strandaðir í fjör­unni, einn al­veg sokk­inn og þrír marra í hálfu kafi, þar af einn á hvolfi. Aðspurður seg­ist Guðmund­ur ekki geta sagt til um ástand bát­anna. „En þegar svona bát­ar sökkva eru þeir senni­lega mjög illa farn­ir.“

Marg­ir koma að björg­un­ar­starf­inu. Auk Guðmund­ar hafn­ar­stjóra, eru 3-4 kafar­ar á veg­um fyr­ir­tæk­is­ins Sjó­tækni á svæðinu. „Síðan hafa starfs­menn á varðskip­inu Þór komið til hjálp­ar, sem og Sig­ríður Krist­ins­dótt­ir hjá Um­hverf­is­stofn­un,“ seg­ir Guðmund­ur.

Frá björgunaraðgerðum í dag.
Frá björg­un­araðgerðum í dag. Ljós­mynd/​Páll Önund­ar­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert