Lögreglan á Suðurlandi óskar eftir vitnum að bílslysi sem varð á Skeiðarársandi í gær. Í samtali við mbl.is segir Grímur Hergeirsson, settur lögreglustjóri á Suðurlandi, að eitt vitni að slysinu hafi þegar gefið sig fram, en að öðru leyti hafi engar nýjar upplýsingar fengist um slysið frá því í gær.
Slysið á Skeiðarársandi átti sér stað síðdegis í gær. Tveir bílar, sem komu úr gagnstæðri átt, skullu saman og voru sjö fluttir á Landspítalann, þar af minnst þrír alvarlega slasaðir. Allir um borð voru erlendir ferðamenn, frá Frakklandi og Suður-Kóreu.