Förufálki í góðu yfirlæti í Eyjum

Sindri er gæfur og semur vel við heimilisfólkið.
Sindri er gæfur og semur vel við heimilisfólkið. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Í bílskúr í Vestmannaeyjum hefur ungur fálki fengið skjól. Fálkinn, sem hefur fengið nafnið Sindri, fannst niðri á bryggju í bænum fyrir fimm dögum, blautur og hrakinn.

„Pabbi er lögregluþjónn í bænum og var á vakt þegar hann fann fálkann niðri á bryggju. Hann hafði fengið grút á sig og flughæfnin var algjörlega farin,“ segir Ágúst Halldórsson, sem hefur séð um fuglinn síðan.

Sindri er evrópskur förufálki, en talið er að hann hafi komið hingað til lands með fiskiskipi. Í gær vó Sindri 850 grömm, en fálkar af hans tegund vega jafnan um 1.200 grömm.

Síðustu daga hefur Sindri verið í góðu yfirlæti á heimili Ágústs og fjölskyldu. „Ég byrjaði á að gefa honum rib-eye steik og síðan hefur hann fengið gæsabringu og fleira,“ segir Ágúst í umfjöllun um ólánssama fálkann í Morgunblaðinu í dag.

Ágúst segir að Sindri sé gæfasta villta dýr sem hann hefur komist í kynni við, og láta heimilismenn vel af honum. „Ég held að við þurfum að hafa hann hér fram á sumar til að leyfa honum að jafna sig, en konan er reyndar ekki alveg sammála.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert