Hamingja og harmur

Leikkonan Unnur Ösp Stefánsdóttir er með mörg járn í eldinum. …
Leikkonan Unnur Ösp Stefánsdóttir er með mörg járn í eldinum. Hún leikur um þessar mundir í Vanja frænda í Borgarleikhúsinu. Nýlega seldi hún, ásamt fleirum, réttinn af Föngum til Hollywood. mbl.is/Ásdís

Leik­kon­an Unn­ur Ösp Stef­áns­dótt­ir tek­ur hlý­lega á móti blaðamanni með faðmlagi og kossi. Við setj­umst niður í ró og næði í Borg­ar­leik­hús­inu til að ræða lífið og list­ina. Það er af nógu af taka því Unn­ur hef­ur upp­lifað stór­kost­leg­ar til­finn­ing­ar, bæði á sviði og í líf­inu sjálfu. Unn­ur seg­ir lífið ekki alltaf eiga að vera auðvelt og hafa þau hjón fengið sinn skerf af áföll­um en Unn­ur tal­ar nú í fyrsta sinn op­in­ber­lega um dótt­ur þeirra sem er með CP-hreyfi­höml­un. Að eign­ast fatlað barn hef­ur gefið Unni nýja sýn á lífið. Nokkuð sem hún hef­ur nýtt sér í leik­list­inni.

Stór nöfn í Hollywood

Eft­ir út­skrift fór Unn­ur út í ýmis sjálf­stæð verk­efni og setti upp söng­leiki. „Ég vildi alls ekki fara í Þjóðleik­húsið þar sem pabbi var enn. Það var líka þessi höfn­un­ar­ótti. Þótt ég væri búin að sanna það fyr­ir sjálfri mér að ég ætti er­indi og kom­ast í gegn­um námið vildi ég ekki fara auðveldu leiðina eða gefa fólki færi á að segja að ég væri þar vegna hans. Ég var hörð á því og var því í sjálf­stæða geir­an­um um tíma. Ég hafði þá strax áhuga á leik­stjórn. Ég fann strax mikla þörf fyr­ir að fá að hafa um hlut­ina að segja. Það er svo mik­il sköp­unar­út­rás að leik­stýra,“ seg­ir hún.

Íslenska sjónvarpsserían Fangar hefur nú verið seldir til Hollywood. Nína …
Íslenska sjón­varps­serí­an Fang­ar hef­ur nú verið seld­ir til Hollywood. Nína Dögg Fil­ipp­us­dótt­ir, Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir og Unn­ur Ösp Stef­áns­dótt­ir léku all­ar í Föng­um en Nína og Unn­ur voru einnig fram­leiðend­ur, ásamt Davíð Óskari Ólafs­syni og Árna Fil­ippu­syni. Ragn­ar Braga­son leik­stýrði og skrifaði hand­ritið ásamt Mar­gréti Örn­ólfs­dótt­ur. Ljós­mynd/​Lilja Jóns­dótt­ir

„En svo fóru tæki­fær­in að koma í leik­list­inni og ég hef leikið miklu meira en leik­stýrt. Í dag er ég far­in að blanda þessu meira sam­an og svo hef ég líka verið að fram­leiða. Stærsta verk­efnið mitt hingað til er Fang­ar, sem var ára­tug í vinnslu, en við unn­um það sam­an, ég og Nína Dögg Fil­ipp­us­dótt­ir, ásamt frá­bær­um hópi fólks. Á þess­um ára­tug vor­um við enda­laust við það að gef­ast upp, koma okk­ur svo aft­ur í gang; þetta var ótrú­lega lær­dóms­ríkt. Þetta var mörg hundruð millj­óna króna verk­efni og óyf­ir­stíg­an­lega flókið og stórt fyr­ir fólk eins og okk­ur Nínu, sem unn­um báðar í fullu starfi sem leik­kon­ur með þessu.

En það var eitt­hvert er­indi þarna sem brann á okk­ur sem varð þess vald­andi að við gát­um ekki sleppt tak­inu á þessu. Við unn­um mikla rann­sókn­ar­vinnu inni í fang­els­inu og okk­ur fannst við skulda þess­um kon­um að radd­ir þeirra fengju að heyr­ast. Og það er gam­an að segja frá því að nú erum við held­ur bet­ur að upp­skera. Við erum búin að selja rétt­inn til Hollywood. Það er búið að skrifa und­ir samn­ing og er þetta fyrsta ís­lenska serí­an sem er end­ur­gerð í Hollywood,“ seg­ir Unn­ur og bros­ir út að eyr­um.

Farið þið út að vinna við þætt­ina?

„Það er allt opið. Þetta er rosa stórt! Mjög stór nöfn sem koma að þessu sem við meg­um ekki greina frá strax. Og þetta sem byrjaði bara sem hug­mynd þegar við Nína vor­um að láta okk­ur leiðast í fæðing­ar­or­lofi! Maður skal aldrei van­meta sköp­un­ar­kraft­inn sem get­ur mynd­ast þegar nýtt líf kvikn­ar.“

Jelena og Jelena

Það er nóg að gera hjá Unni þessa dag­ana en fer­ill­inn hef­ur leitt hana víðar en á leik­svið.

„Ég hef meira verið í serí­um en kvik­mynd­um, Ófærð 2, Rétti og Föng­um. Nú er ég í Ráðherr­an­um og er að fara í tök­ur á Ver­búðinni með Vest­urporti. Það er mik­il gróska í serí­um núna. Ég hef mik­inn áhuga á að fara í bíó­mynd­ir líka, það er draum­ur flestra leik­ara að blanda sam­an sviðsleik og kvik­mynda­leik,“ seg­ir hún.

Unnur leikur um þessar mundir í Vanja frænda eftir Anton …
Unn­ur leik­ur um þess­ar mund­ir í Vanja frænda eft­ir Ant­on Tsjek­hov. Leik­ritið hef­ur fengið mikið lof. Ljósm./​Grím­ur Bjarna­son og Bjarni Gríms­son

 „Um þess­ar mund­ir er ég svo að leika í Vanja frænda í Borg­ar­leik­hús­inu og svo vor­um við að end­ur­frum­sýna Kæru Jelenu, sem ég leik­stýri. Í síðustu viku frum­sýndi ég Kæru Jelenu með nýrri leik­konu, Þór­unni Örnu, og Vanja frænda þar sem ég leik per­sónu sem heit­ir Jelena! Það er ekki eins og það sé al­gengt nafn,“ seg­ir hún og hlær.

„Það hef­ur verið brjálæðis­lega gam­an að tak­ast á við Tsjek­hov í ör­ugg­um hönd­um Bryn­hild­ar Guðjóns­dótt­ur með geggjuðum leik­hópi. Það er fátt meira nær­andi en að fá að leika marglaga og breysk­ar per­són­ur Tj­ek­hovs og ynd­is­legt hvað sýn­ing­in fær góðar viðtök­ur.“

Bæði flutt á spít­ala með sjúkra­bíl

Unn­ur viður­kenn­ir að stund­um geti verið erfitt að púsla sam­an vinnu og fjöl­skyldu­lífi, en hún og Björn eiga sam­an fjög­ur börn á aldr­in­um þriggja til tólf.

„Við eig­um einn tólf ára strák, Dag, og Bryn­dís er sjö ára. Við ákváðum svo að kýla á eitt í lok­in, þegar ég var að detta í fer­tugt, en þá komu tví­bur­ar! Eins og þruma úr heiðskíru lofti. Það var svo óvænt, Jesús minn. Þetta var al­gjört sjokk. Þetta var eins og í bíó­mynda­senu þegar við fór­um í són­ar og sáum það mjög skýrt á skján­um að það voru tvö börn. Ég kreisti bara hönd­ina á Bjössa og svo hlóg­um við og grét­um í kort­er. Ljós­móðirin sagði við okk­ur – og mögu­lega laug hún því bara til að róa okk­ar – að kon­an á und­an okk­ur hefði haldið að hún væri með eitt en var með þrjú!“ seg­ir Unn­ur og skelli­hlær. 

Unnur er gift leikaranum Birni Thors og eiga þau fjögur …
Unn­ur er gift leik­ar­an­um Birni Thors og eiga þau fjög­ur börn. Hér má sjá þau sam­an á sviði í Brot úr hjóna­bandi. Ljós­mynd/​Grím­ur Bjarna­son

„Þetta er búið að vera rosa­lega töff, maður ger­ir ekk­ert lítið úr því. Við vor­um bæði flutt með sjúkra­bíl upp á spít­ala í sama mánuði í fyrra. Ég var með mikla magakrampa heima en Bjössi var sótt­ur beint af sviðinu! Það þurfti að stoppa sýn­ingu á Fólk, staðir, hlut­ir. Þetta var álag­stengt; við vor­um vansvefta til langs tíma og að reyna að vinna krefj­andi verk­efni. Nú er þetta allt annað líf; þeir orðnir stærri og hætt­ir að fá all­ar leik­skólapest­ir. Við vor­um bara í bug­un. En þetta var „wake-up call“ fyr­ir okk­ur. Við höf­um reynt að vera góð í að for­gangsraða en þarna fattaði maður að við réðum ekki við al­veg jafn mikið og við héld­um. Maður verður að sníða sér stakk eft­ir vexti.“

Lífið á ekki bara að vera auðvelt

Fleira veld­ur því að Unn­ur og Björn þurfa meiri tíma til að sinna stórri fjöl­skyldu því Bryn­dís er með CP-hreyfi­höml­un.

„Það er heil­kenni sem lýs­ir sér þannig að hún er mjög stíf til fót­anna og með lé­legt jafn­væg­is­skyn. Hún get­ur ekki gengið óstudd og er bæði í göngugrind og í hjóla­stól,“ seg­ir hún.

Unn­ur seg­ir ganga vel með Bryn­dísi; henni gangi vel í skóla og dafni vel.

„Hún er ótrú­lega skýr og flott stelpa og byrjuð að semja ljóð eins og mamma henn­ar gerði,“ seg­ir hún.

„Hún er okk­ar stærsta verk­efni; tví­bur­arn­ir eru ekk­ert mál í sam­an­b­urðinum. Við eignuðumst í raun heil­brigt barn en fór­um svo að átta okk­ur á því að eitt­hvað væri að og var hún greind með CP níu mánaða. Þetta var mikið áfall, auðmýkj­andi og þrosk­andi. Maður fær nýja sýn á lífið sem ég hef nýtt mér í leik­list­inni,“ seg­ir hún.

„Þetta er búið að vera rosalega töff, maður gerir ekkert …
„Þetta er búið að vera rosa­lega töff, maður ger­ir ekk­ert lítið úr því. Við vor­um bæði flutt með sjúkra­bíl upp á spít­ala í sama mánuði í fyrra,“ seg­ir Unn­ur. mbl.is/Á​sdís

„Ég held maður geti upp­lifað rík­ari ham­ingju þegar maður hef­ur siglt ofan í harm­inn. All­ar til­finn­ing­ar verða dýpri.“

Viðtalið í heild er í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins um helg­ina. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert