Landsréttur staðfestir hæfi Arnars Þórs

Arnar Þór Jónsson héraðsdómari.
Arnar Þór Jónsson héraðsdómari. mbl.is/RAX

Landsréttur staðfesti í gær hæfi Arnars Þórs Jónssonar, dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, til þess að dæma í máli sem meðal annars snýst um reglur sem teknar hafa verið upp hér á landi í gegnum aðild Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES).

Þess var krafist að Arnar Þór viki sæti vegna greinaskrifa hans í Morgunblaðið síðasta sumar um þriðja orkupakka Evrópusambandsins á þeim forsendum að umfjöllun hans  gerði hann vanhæfan til þess að fjalla um mál sem hefðu með regluverk sambandsins að gera.

Kröfuna setti starfsmaður Samgöngustofu fram sem vildi meina að draga mætti óhlutdrægni Arnars Þórs í efa við úrlausn viðkomandi dómsmáls sem snýst um það hvort níu vinnuferðir hans, til Ísraels og Sádi-Arabíu, hafi verið flokkaðar sem vinnutími hans.

Landsréttur segir í úrskurði sínum að ummæli Arnars Þórs taki með almennum hætti til innleiðingar reglna á sviði EES-samningsins í íslenskan rétt. Þótt orkað geti tvímælis hvort umrædd þátttaka hans í umræðu á opinberum vettvangi sé samrýmanleg starfi hans hafi engu að síður ekki verið sýnt fram á að þau snerti það sem málið snýst um með þeim hætti að draga megi óhlutdrægni hans með réttu í efa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert