Ökumaður rútunnar ekki í belti

Slysið varð á Ólafsfjarðarvegi.
Slysið varð á Ólafsfjarðarvegi. Ljósmynd/Vegagerðin

Ökumaður almenningsvagns, sem lést á sjúkrahúsi mánuði eftir að hafa lent út af Ólafsfjarðarvegi sumarið 2018, var ekki í bílbelti. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa sem gefin var út í gær.

Almenningsvagninn var á leið frá Siglufirði til Akureyrar 5. júní 2018 er ökumaður missti stjórn á bílnum og hafnaði í vegkanti hægra megin. Auk bílstjóra var einn farþegi um borð, níu ára stúlka, en hún notaðist við bílbelti og slasaðist lítillega.

Ökumaðurinn var fluttur á spítala, þar sem hann lést af sárum sínum tæpum mánuði síðar. Við rannsókn málsins kom í ljós að hann átti við margvísleg heilsufarsvandamál að stríða, og segir í skýrslunni að ökuhæfni hans hafi sennilega verið skert sökum veikinda og lyfjanotkunar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert