Öryggisleysi eftir snjóflóðin

Vinkonurnar María Kristjánsdóttir og Zuzanna Majewska á Flateyri lyfta upp …
Vinkonurnar María Kristjánsdóttir og Zuzanna Majewska á Flateyri lyfta upp hjörtum úr snjó sem minna á að sjaldan er samtakamáttur fólks jafnmikill og þegar áföll dynja á. mbl.is/RAX

Íbúar á Flateyri segjast finna fyrir óvissu og öryggisleysi eftir að í ljós kom, er á reyndi, að snjóflóðavarnargarðar ofan við þorpið reyndust ekki sú vörn sem talið var.

„Ég er í áfalli yfir því að hafa ekki vitað að höfnin væri hættusvæði og eins því að hún var óvarin fyrir snjóflóðum,“ segir Guðrún Pálsdóttir. Hún á hlut í fjölskyldufyrirtækinu Hlunnum, sem gerði út Blossa ÍS. Báturinn sökk ásamt þremur öðrum í snjóflóðinu á þriðjudag.

Það að varnargarðarnir hafi ekki varið höfn bæjarins eru þó ekki ný sannindi, að sögn Guðmundar Gunnarssonar, bæjarstjóra Ísafjarðar. Hann segir að Flateyringar og Önfirðingar, sem tengjast sjávarútvegi, hafi ekki legið á þeirri skoðun sinni á sínum tíma að verja þyrfti höfnina fyrir snjóflóðum og ljóst að nú verði að gera nýtt hættumat.

Sýrlendingurinn Tojan Al Nashi hefur búið á Flateyri í tvö ár, en hann var einn þeirra sem tóku þátt í að grafa Ölmu Sóleyju Ericsdóttur Wolf úr flóðinu. Fjölskyldan flúði stríðið í Sýrlandi fyrir tveimur árum, og segist Tojan þau hafa talið sig vera örugg hér. „Auðvitað vekur svona lagað spurningar en við stefnum ótrauð á að búa áfram á Íslandi. Hér líður okkur vel.“

Sjá ítarlega umfjöllun um hamfarirnar vestan og afleiðingar þeirra í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka