Aðstæður til aksturs víða varasamar

Flughálka er víða á Vestfjörðum.
Flughálka er víða á Vestfjörðum. Kort/Vegagerðin

Gul veðurviðvör­un er enn í gildi á Vest­fjörðum, Strönd­um og Norður­landi, Aust­ur­landi og miðhá­lend­inu. Hvasst er í þess­um lands­hlut­um og skúra­demb­ur.

Hlýnað hef­ur hratt á öllu land­inu síðastliðinn sól­ar­hring og eru rauðar hita­töl­ur á flest­öll­um stöðum.

Í at­huga­semd veður­fræðings seg­ir að flug­hálka geti mynd­ast á veg­um þegar blotn­ar á svelli eða þjöppuðum snjó. Þegar einnig er hvass vind­ur eru aðstæður til akst­urs mjög vara­sam­ar.

Þá eru lík­ur á tölu­verðum vatna­vöxt­um á sunn­an- og vest­an­verðu land­inu í dag og á morg­un. 

„Sér­stak­lega má bú­ast við auknu af­rennsli á norðan­verðu Snæ­fellsnesi, svæðinu í kring­um Mýr­dals­jök­ul og á SA-landi. Einnig eru lík­ur á vatna­vöxt­um í Skagaf­irði og Eyja­fjarðará vegna snjó­bráðar í kjöl­far hækk­andi hita og hvassra vinda,“ seg­ir á vef Veður­stof­unn­ar.

Veður­vef­ur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert