Komu böndum á Eið í gær

Frá björgunaraðgerðum í gær, er Blossi ÍS var hífður á …
Frá björgunaraðgerðum í gær, er Blossi ÍS var hífður á land. Ljósmynd/Páll Önundarson

Kafarar komu í gær böndum á Eið, stærsta bátinn sem varð fyrir snjóflóðinu á Flateyri í síðustu viku. Er hann nú bundinn við bryggju, en ekki hefur verið hægt að koma honum á land í dag vegna veðurs. „Við höfum ekkert getað gert í dag út af vindi. En báturinn er hér við bryggju og fer ekki neitt,“ segir Guðmundur Kristjánsson hafnarstjóri.

Svona var umhorfs í höfninni á Flateyri í fyrradag, áður …
Svona var umhorfs í höfninni á Flateyri í fyrradag, áður en björgunaraðgerðir hófust. mbl.is/Hallur Már

Sex bátar voru í höfninni er snjóflóðið reið yfir. Einum þeirra, Blossa ÍS, var komið á land í gærkvöldi áður en bætti í vind, og segir Kristján að stefnt sé að því að næst verði stærsta bátnum, Sjávarperlu, komið á land. Einhver bið gæti þó orðið á því. „Það eru ekki góðar líkur á að við getum athafnað okkur neitt á morgun heldur, en þetta ræðst auðvitað bara af veðri.“

Í samtali við mbl.is á miðvikudag sagði Ein­ar Guðbjarts­son, eig­andi út­gerðar­inn­ar Hlunna sem ger­ir út fiski­skipið Blossa, að hann teldi tjónið á bátnum vera altjón, en frekari upplýsingar um stöðu bátsins eftir að hann kom á land liggja ekki fyrir.

Blossi ÍS hífður á land í gær.
Blossi ÍS hífður á land í gær. Ljósmynd/Páll Önundarson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert