Búast við 130 þúsund Kínverjum

Kínverskir ferðamenn í heimsókn.
Kínverskir ferðamenn í heimsókn. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Reiknað er með því að Kínverjum sem heimsæki Ísland muni fjölga mikið á næstu árum en búist er við að 130 þúsund Kínverjar muni heimsækja Ísland á þessu ári.

Fari svo taka þeir fram út Þjóðverjum sem þriðji stærsti ferðamannahópurinn, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

90 þúsund Kínverjar heimsóttu landið árið 2018 og gistu að jafnaði í sex nætur. Sarah Chu, sérfræðingur hjá sænska ráðgjafarfyrirtækinu Nordic Business House, segir Kínverja verja tiltölulega löngum tíma hér, þeir skoði landið vel og eyði meiru af ferðapeningum sínum en gestir frá öðrum þjóðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert