Eyrnamerkt gjöld „eiga að rata til síns heima“

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á Alþingi í dag.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á Alþingi í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, ætl­ar að vinna með um­hverf­is­ráðherra til að upp­færa áætlan­ir um of­an­flóðasjóð og fá til þess aukn­ar fjár­heim­ild­ir sem til þurfi. 

Þetta staðfesti hann í kjöl­far ræðu sinn­ar á fyrsta þing­fundi árs­ins á Alþingi í svari sínu við fyr­ir­spurn Jóns Stein­dórs Valdi­mars­son­ar, þing­manns Viðreisn­ar, um fyr­ir­ætlan­ir varðandi sjóðinn.

Bjarni sagðist vera á þeirri skoðunar að órétt­læt­an­legt væri að kynna til sög­unn­ar skatt sem ætlaður væri til ákveðins verk­efn­is sem ekki væri nýtt­ur til þess. 

Eiga að rata til síns heima

Staðfesti hann að fjár­heim­ild­ir fyr­ir sjóðinn mundu hafa áhrif á rík­is­sjóð og kvað það án vafa vera ástæðuna fyr­ir því að sjóður­inn hefði ekki fengið fjár­magnið til út­hlut­un­ar í gegn­um tíðina.

Hann benti þó á að mikl­ar fram­kvæmd­ir hefðu þegar átt sér stað í sam­bandi við of­an­flóðavarn­ir. Sagði hann þær hafa skipt sköp­um bæði fyr­ir líf og mann­virki eins og hefði komið í ljós í snjóflóðunum sem féllu á Vest­fjörðum í mánuðinum.

„En við verðum ein­fald­lega að gera bet­ur,“ sagði Bjarni. „Skatt­ar og gjöld í ákveðnum til­gangi eiga að rata til síns heima.“

Sögu­lega mörg mál verið af­greidd

Í ræðu sinni kom Bjarni inn á af­köst haustþings­ins og sagði „sögu­lega mörg“ mál hafa verið af­greidd á þing­inu. 

Benti hann á að frum­varp um lækk­un skatta hefði verið eitt þess­ara mála sem hefðu leitt til þess að skatt­ar hefðu lækkað um níu og hálf­an millj­arð fyr­ir árið 2020. 

Þá gagn­rýndi hann mikla umræðu um vöxt rík­is­út­gjalda og sagði að skautað væri fram­hjá því hvar rík­is­út­gjöld hefðu helst auk­ist en það væri að hans sögn í al­manna­trygg­ing­um.

„Við beit­um regl­um til að tryggja að fjár­mun­ir skili sér mest til þeirra sem hafa minnst,“ sagði Bjarni og bætti við að mik­ill vöxt­ur væri einnig í fram­lög­um heil­brigðis­kerf­is­ins. 

Sagði hann að hátt hlut­fall fjár­muna til heil­brigðismála færi í að tryggja þeim sem störfuðu inn­an heil­brigðis­stétt­ar­inn­ar betri laun. Kvað hann minna fara fyr­ir þeirri umræðu í dag en áður sem benti til bóta.

Sagði hann jafn­framt að kaup­mátt­ar­aukn­ing lands­manna síðustu ára hefði auk­ist gríðarlega og sagði lífs­gæði á land­inu vera í fremstu röð meðal allra þjóða. 

Íslend­ing­ar kunni ekki að búa við jafn­vægi

Velti Bjarni fram þeirri spurn­ingu í ræðu sinni hvort að Íslend­ing­ar kynnu ekki að búa við jafn­vægi. 

„Jafn­vægi eins og það sem við búum við núna með lágu vaxta­stigi og verðbólgu­viðmið. Vegna þess að sögu­lega höf­um við mátt kynn­ast því að vera ým­ist í kreppu eða spennu. Séu menn að leit­ast eft­ir því að kom­ast í spennu­stigið, þá grun­ar mig að fljót­lega fari menn að tala um hversu eft­ir­sókn­ar­vert það sé að kom­ast í jafn­vægið að nýju,“ sagði Bjarni.

Benti hann á það að Ísland greiddi einna hæstu laun­in inn­an OECD og sagði það meðal ann­ars gera það að verk­um að litl­um og meðal­stór­um fyr­ir­tækj­um væri þröng­ur stakk­ur sniðinn í rekstri. 

Sagði Bjarni að kallað væri eft­ir að horft væri til slíka fyr­ir­tækja þar sem flest störf Íslands væru. Þá þyrfti að spyrja hvað hægt væri að gera til að örva að nýju at­vinnu­starf­semi slíkra fyr­ir­tækja.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert