Hlustað verði á gagnrýni

Hálendisþjóðgarður myndi ná yfir um þriðjung af landinu. Myndin er …
Hálendisþjóðgarður myndi ná yfir um þriðjung af landinu. Myndin er af Laugafelli upp af Eyjafirði, þar sem Ferðafélag Akureyrar er með skála. mbl.is/Sigurður Bogi

Margt má breytast til að frumvarp um hálendisþjóðgarð, sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra áformar að leggja fram á Alþingi, verði að lögum á vorþingi. Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og þingmaður Sunnlendinga.

Hörð andstaða við þjóðgarðsmálið kom fram á kynningarfundum sem umhverfisráðherra hélt á Suðurlandi í síðustu viku. Í Biskupstungum óttast fólk að missa yfirráð sín yfir afréttinum á hálendinu og sveitarstjórnarmenn telja að skipulagsvald sveitarstjórna verði skert. Þessum sjónarmiðum segir Sigurður Ingi mikilvægt að gefa gaum og sjálfur kveðst hann hafa sem ráðherra sveitarstjórnarmála lagt áherslu á styrkingu þess stjórnsýslustigs.

„Við heyrum áhyggjur víða frá og þjóðgarður verður ekki stofnaður nema í góðri sátt við íbúa. Kynning á málinu er nú í samráðsgátt stjórnvalda og eðlilega verður umhverfisráðherra að taka mið af umsögnum þar og gagnrýnisröddum sem heyrst hafa á kynningarfundum,“ segir ráðherra í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert