Varað við fölsuðum evru-seðlum

100 evrur.
100 evrur. Ljósmynd/Wikipedia.org

Falsaðir 100 evru seðlar hafa verið notaðir í viðskipt­um í nokkr­um til­vik­um um helg­ina og vill lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu beina þeim til­mæl­um til fólks að gæta að sér þegar verið er að taka við greiðslu í er­lend­um gjald­eyri og gæta vel að ör­yggis­atriðum seðla.

Verði fólk þess vart að reynt sé að greiða með fölsuðum seðli er best að kalla strax til lög­reglu gegn­um 112, seg­ir í viðvör­un lög­regl­unn­ar á Face­book-síðu embætt­is­ins. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert