„Við eigum að vera stolt“

Fangelsið á Hólmsheiði.
Fangelsið á Hólmsheiði.

„Við eig­um að vera stolt af þessu og halda í þetta kerfi,“ seg­ir Helgi Gunn­laugs­son af­brota­fræðing­ur um þá staðreynd að end­ur­koma fanga hef­ur ekki auk­ist frá því ra­f­rænt eft­ir­lit og auk­in tæki­færi til sam­fé­lagsþjón­ustu í stað fanga­vist­ar voru tek­in upp hér á landi.

Sam­kvæmt töl­um Eurostat, hag­stofu Evr­ópu­sam­bands­ins, var hlut­falls­leg­ur fjöldi fanga á Íslandi árið 2017 sá minnsti í Evr­ópu, eða 39 fang­ar á hverja 100 þúsund íbúa. Til sam­an­b­urðar er hlut­fallið hæst í Lit­há­en eða 232 á hverja 100 þúsund íbúa en næst­lægsta hlut­fallið er í Finn­landi þar sem 56 fang­ar voru árið 2017 á hverja 100 þúsund íbúa.

Helgi seg­ir að minni áhersla á fang­elsis­vist­un hafi gef­ist vel og að ekki hafi orðið vart við aukna brotatíðni í kjöl­farið. „Finn­ar voru með tals­vert hærri tíðni en hin lönd­in á Norður­lönd­um en tóku svo upp kerfi þar sem sam­fé­lagsþjón­usta og ra­f­rænt eft­ir­lit gegna stærra hlut­verki. Þar féll hlut­fall fanga án þess að hafa áhrif á af­brotatíðni. Segja má það sama um okk­ur. Þess­ar aðgerðir hafa ekki leitt til auk­inn­ar brotatíðni,“ seg­ir Helgi í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert