Örva þarf starfsemi minni fyrirtækja

Langar umræður fóru fram á fyrsta fundi Alþingis eftir jólaleyfi …
Langar umræður fóru fram á fyrsta fundi Alþingis eftir jólaleyfi í gær þar sem þingmenn ræddu um stöðuna í stjórnmálum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Miklar og heitar umræður urðu um ýmis mál við sérstakar stjórnmálaumræður sem fram fóru á Alþingi í gær á fyrsta þingfundi ársins eftir jólaleyfi. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, velti upp þeirri spurningu í ræðu sinni hvort Íslendingar kynnu ekki að búa við jafnvægi.

Hann benti líka á að Ísland greiddi einna hæstu launin innan OECD og sagði það meðal annars gera það að verkum að litlum og meðalstórum fyrirtækjum væri þröngur stakkur sniðinn í rekstri. Sagði Bjarni að kallað væri eftir að horft væri til slíka fyrirtækja þar sem flest störf Íslands væru. Þá þyrfti að spyrja hvað hægt væri að gera til að örva að nýju atvinnustarfsemi slíkra fyrirtækja, að því er fram kemur í umfjöllun um umræðurnar í Morgunblaðinu í dag.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði við umræðurnar að áföll á borð við gjaldþrot WOW air í fyrra hefðu sýnt fram á styrk samfélagsins en að önnur áföll svo sem ofsaveður sem geisaði á landinu í desember sl. hefði afhjúpað veikleika þess. Sagði Sigurður að þegar allt gengi vel og allar ytri aðstæður væru hagfelldar yrði það stundum þannig að við gleymdum að tryggja okkur gagnvart erfiðari tímum. Sagði hann að umræða um raforkumál á Íslandi hefði síðustu ár snúist um að nóg hefði verið gert í þeim málum og sagði að að mörgu leyti hefði verið talað um raforkuna sem einhvern „óþarfa lúxus“. Ferðir um Norðurland eftir óveðrið í desember hefðu þó sýnt fram á að fólk hefði fundið fyrir óöryggi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert