Tilboðið verra en lífskjarasamningurinn

00:00
00:00

„Fyrsta til­boð borg­ar­inn­ar og það eina sem þau hafa lagt fram í upp­hafi viðræðna var verra en hinn svo­kallaði lífs­kjara­samn­ing­ur,“ seg­ir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formaður Efl­ing­ar um stöðu kjaraviðræðna við við borg­ina. Vinnu­stöðvun sé því mjög lík­leg. Hún kall­ar eft­ir því að Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri komi sjálf­ur að borðinu.

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar, mæt­ir í leik­skól­ann Nóa­borg.
Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar, mæt­ir í leik­skól­ann Nóa­borg. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

At­kvæðagreiðsla hjá fé­lags­mönn­um Efl­ing­ar um vinnu­stöðvun starfs­manna Reykja­vík­ur­borg­ar hófst í dag. Efl­ing­ar­bíll­inn, sem er merkt­ur með slag­orðinu „Borg­in er í okk­ar hönd­um“, byrjaði að safna utan­kjör­fund­ar­at­kvæðum fé­lags­manna upp úr há­degi. Fyrsta stopp var leik­skól­inn Nóa­borg þar sem Sól­veig Anna starfaði sjálf um tíu ára skeið.

Sól­veig Anna seg­ir sam­starfs­kon­ur sín­ar fyrr­ver­andi hafa lág laun sem erfitt sé að lifa á í ís­lensku sam­fé­lagi. Þrátt fyr­ir háan starfs­ald­ur, jafn­vel upp á tutt­ugu ár, fái þær ein­ung­is um 280 þúsund krón­ur út­borgaðar um hver mánaðamót. 

Skilaboðin á Eflingarbílnum eru skýr.
Skila­boðin á Efl­ing­ar­bíln­um eru skýr. Ljós­mynd/​Hall­ur Már

Í mynd­skeiðinu er rætt við Sól­vegu Önnu og þær Elzbietu Kolacz og Niu­vis Sago Suceta. Elzbieta hef­ur starfað á leik­skól­an­um í 12 ár á meðan 17 ár eru liðin frá því að Niu­vis hóf störf á Nóa­borg. Þær segja erfitt að lifa á laun­um sín­um og að þær þurfi jafn­vel að leita aðstoðar þegar eitt­hvað kem­ur upp á. Þær séu því til­bún­ar til að taka þátt í vinnu­stöðvun.

Komi til vinnu­stöðvana er dag­skrá þeirra hér að neðan:

Þriðju­dag­ur 4. fe­brú­ar 2020: Vinna lögð niður frá kl. 12:30 og fram til klukk­an 23:59.

Fimmtu­dag­ur 6. fe­brú­ar 2020: Vinna lögð niður frá kl. 00:01 og fram til klukk­an 23:59.

Þriðju­dag­ur 11. fe­brú­ar 2020: Vinna lögð niður frá kl. 12:30 og fram til klukk­an 23:59.

Miðviku­dag­ur 12. fe­brú­ar 2020: Vinna lögð niður frá kl. 00:01 og fram til klukk­an 23:59.

Fimmtu­dag­ur 13. fe­brú­ar 2020: Vinna lögð niður frá kl. 00:01 og fram til klukk­an 23:59.

Mánu­dag­ur 17. fe­brú­ar 2020: Vinna lögð niður frá kl. 00:01 og ótíma­bundið eft­ir það.

 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert