Forsætisnefnd borgarstjórnar Reykjavíkur samþykkti á síðasta fundi sínum tillögu þess efnis að almenningur geti leigt út herbergin Turn og Tjarnarbúð í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrir athafnir á borð við hjónavígslur á föstum tímum tvisvar til þrisvar í viku.
Í umsögn viðburðastjórnar Ráðhússins er lagt til að hægt verði að leigja umrædd rými á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 10.00-15.00, að hámarki í eina klukkustund. Verð yrði 20.000 krónur að viðbættum virðisaukaskatti og starfsmaður Ráðhúss þyrfti ætíð að vera viðstaddur. Leyfilegt væri að skála að athöfn lokinni en ekki verði leyfilegt að vera með hrísgrjón, sápukúlur, glitpappír og þess háttar.
Í samþykkt forsætisnefndar er tiltekið að þess skuli gætt skal að athafnirnar rekist ekki á við önnur fundarhöld, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.