Samninganefnd Eflingar stendur fyrir opnum fundi í Iðnó klukkan 13 þar sem Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og almenningi er kynnt tilboð samninganefndarinnar um „sanngjarnan og farsælan kjarasamning sem gildi til loka árs 2022“.
Fyrr í vikunni tilkynnti Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Degi að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. Er þess krafist að kjaraviðræður við borgina fari héðan af fram fyrir opnum tjöldum og með beinni aðkomu borgarstjóra.
Efling hefur sakað samninganefnd borgarinnar um að hafa dreift villandi upplýsingum til fjölmiðla af samningafundi hjá ríkissáttasemjara um samningstilboð Eflingar.
Fylgjast má með fundinum í beinu streymi hér að neðan: