Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 varð um fimm kílómetra norðaustur af Grindavík klukkan 13:52 í dag. Nokkrir minni skjálftar fylgdu í kjölfarið.
Skjálftinn fannst á Reykjanesinu, höfuðborgarsvæðinu og upp í Borgarnes, samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Veðurstofunnar.