John Snorri kominn í grunnbúðir K2

John Snorri Sigurjónsson fjallamaður ætlar að verða fyrsti maðurinn til …
John Snorri Sigurjónsson fjallamaður ætlar að verða fyrsti maðurinn til þess að klífa K2, næst hæsta tind heims, að vetrarlagi. Ljósmynd/Aðsend

John Snorri Sigurjónsson er kominn í grunnbúðir K2 í Pakistan ásamt fylgdarliði sínu eftir níu daga ferðalag. John Snorri ætlar að verða fyrstu manna til að komast á topp K2, næsthæsta fjalls heims, að vetrarlagi.

Í færslu á Facebook segir John Snorri frá því að nú sé unnið að uppsetningu grunnbúða teymisins í 27 stiga frosti.

Á morgun verður hvíldardagur, enda menn þreyttir eftir erfiða daga. Á föstudag hefst svo undirbúningur við að koma upp öryggislínum sem þarf til að komast upp á fjallið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert